Innlent

Alþingi og ráðuneyti eiga að endurskoða viðskipti sín við FL Group

Starfslokagreiðslur FL Group til tveggja fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tæplega 300 milljónir króna hafa vakið hörð viðbrögð í samfélaginu, enda um fáheyrðar upphæðir að ræða.

Jóhanna segir að hægt sé að segja samningum ríkisins við FL Group eða Icelandair með 3ja mánaða fyrirvara og að eðlilegt sé að skoða möguleikana á að beina viðskiptum ríkisins til Iceland Express ef ekki nást betri samningar við FL Group.

Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express sagði aðspurður í dag að engir viðlíka starfslokasamningar væru í gangi hjá fyrirtækinu, enda finndist honum fréttir af starfslokasamningum FL Group hljóma fjarstæðukenndar og sagði hann að engin nútímafyrirtæki höguðu sér með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×