Innlent

Sterling segir upp 50 starfsmönnum

Mynd/Vísir

Sterling flugfélagið, sem er í eigu FL Group, hefur sagt upp 50 starfsmönnum sínum í Billund í Danmörku og verða þá aðeins 17 menn eftir í starfsstöð félagsins þar. Berlingske Tidende greinir frá þessu. Jótlandspósturinn greindi frá því í gær að Sterling ætlaði að flytja danska flugmenn búferlum til Noregs og Svíþjóðar til að vera sem næst áfangastöðum félagsins þar og hefur það mætt nokkurri andstöðu í röðum flugmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×