Innlent

Ekkert banaslys frá tvöföldun

Ekkert dauðaslys hefur orðið á Reykjanesbrautinni frá því hluti hennar var tvöfaldaður. Áður voru banaslysin þar fimm að jafnaði á hverju ári. Breikkun næsta áfanga, milli Strandarheiðar og Njarðvíkur, er nú hafin.

Þrjú ár eru liðin frá því framkvæmdir hófust við breikkun Reykjanesbrautar en fyrsti áfanginn, tólf kílómetra langur kafli um Kúagerði og Hvassahraun, var opnaður fyrir hálfu öðru ári, við mikinn fögnuð þeirra manna sem harðast höfðu barist fyrir framgangi verksins.

Og nú er hafin vinna við næsta áfanga, sem er tólf kílómetra kafli frá Strandarheiði að Njarðvík. Fyrirtækið Jarðvélar hóf framkvæmdir um áramót og byrjaði á kaflanum milli Grindavíkurafleggjara og Vogaafleggjara. Brátt bætist við byggingarverktakinn Eykt sem smíða mun átta brýr á leiðinni. Verksamningur er upp á tæpar 1200 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×