Innlent

Ekki þrýst á ritstjóra DV að segja upp

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að ekki hafi verið þrýst á ritstjóra DV að segja upp, enda engin ástæða til þess. Ritstjórarnir, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, tilkynntu um uppsögn sína í morgun sem þeir sögðu tilkomna til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá starfsfólki. Gunnar Smári segir að eðlilegt sé þegar svona gerist að fyrst sé tekið á málinu á ritstjórn viðkomandi miðils. Ritstjórarnir hafi komist að þessari niðurstöðu sem stjórnin virði.



 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×