Innlent

Stjórn og starfsfólk slegin

Í yfirlýsing frá Strætó bs.segir að starfsfólk og stjórn Strætó bs. séu harmi slegin vegna hins hörmulega umferðaslyss í morgun þar sem strætisvagnsstjóri beið bana.

Tildrög slyssins séu óljós, en vagnstjórinn var einn í bílnum þar sem hann hafði lokið áætlunarakstri og var að ferja strætisvagninn að athafnasvæði Strætó bs. við Kirkjusand. Í yfirlýsingunni segir að hugur allra hjá Strætó sé hjá fjölskyldu félaga þeirra og aðstandendum bílstjórans er vottuð samúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×