Innlent

Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð

MYND/AP

Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×