Erlent

Hvíta húsið lokar á Ali G

Ali G sem Borat
Ali G sem Borat

Breska grínleikaranum Sacha Baron Cohen, einnig þekktum sem Ali G, hefur verið bannaður aðgangur að Hvíta húsinu í Washington. Cohen reyndi að komast þar inn í þeim tilgangi að bjóða George Bush miða á nýjustu kvikmynd sína sem fjallar um Borat frá Kasakstan. Öryggisverðir höfnuðu boði hans, en forseti Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, hittir Bandaríkjaforseta í dag.

Myndin sýnir Borat og heimaland hans, Kasakstan, sem miðaldarþjóðfélag þar sem dýr eru æðri konum og pólitískur rétttrúnaður er einungis draumur. Cohen hefur hlotið heimsfrægð fyrir myndir sínar og sjónvarpsþætti og hafa yfirvöld í Kasakstan sett af stað auglýsingaherferð gegn leikaranum. Borat heldur því fram að á bak við herferðina standi nágrannaríki Kasakstan, Usbekistan.

Í myndinni er því einnig gert skóna að hestahland sé þjóðardrykkur Kasakstana og að samkynhneigðir þurfi ekki lengur að bera bláa hatta. Fréttavefur Sky greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×