Innlent

Meint lögbrot vegna stofnfjárkaupa rannsökuð

Húsnæði Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Húsnæði Sparisjóðs Hafnarfjarðar. MYND/Stefán

Lögreglurannsókn er hafin á meintum lögbrotum við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar. Rannsóknin hófst í kjölfarið á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem gerði athugasemdir við að upplýsingum kunni að hafa verið haldið leyndum eða að rangar upplýsingar hafi verið gefnar.

Hvorki náðist í talsmenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar né efnhagsbrotadeildar lögreglunnar eða Fjármálaeftirlitsins fyrir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×