Innlent

Ófært á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðum

 

Þoka er á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og getur hún gert vegfarendum erfitt fyrir. Ófært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, flughált í Gufudal, á Klettshálsi og Kleifaheiði.

Víða er hálka á norðanverðum Vestfjörðum og flughálka á Steingrímsfjarðarheiði. Greiðfært er að mestu á Norðurlandi en flughálka á Lágheiði. Hálka er á Háreksstaðarleið og á Vopnafjarðarheiði en annars eru hálkublettir eða greiðfært á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×