Erlent

Stýrivextir hugsanlega hækkaðir í október

Forseti Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu ekki hækkaðir í þetta skiptið. Hann hvatti þó til varkárni og túlka fjármálasérfræðingar það sem svo að stýrivextirnir verði hækkaðir í október.

Stýrivextir Evrópubankans hafa verið hækkaðir fjórum sinnum frá því í desember síðastliðnum og í hvert skipti hvatti Trichet til varúðar með sömu orðum. Stýrivextirnir voru síðast hækkaðir í ágústbyrjun, úr tveimur komma 75 prósentum upp í þrjú prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×