Innlent

Umferðarslys á Reykjanesbraut

Tveir vörubílar rákust saman á Reykjanesbrautinni rétt um klukkan fimm í dag. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og voru bílstjórar þeirra fluttir á slysadeild þar sem þeir eru nú í rannsókn. Samkvæmt vakthafandi lækni á Slysadeild eru mennirnir ekki í bráðri lífshættu. Mikil umferðarteppa myndaðist við slysstað og var veginum lokað um tíma. Reykjanesbrautin er enn lokuð til norðurs og býst lögreglan í Hafnarfirði við því að hann verði opnaður aftur um klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×