Innlent

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og hefur umhverfisráðuneytið sett takmarkanir sem gilda munu um veiðina. Ekki er heimilt að veiða mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum er áfram í gildi. Svæðið á Reykjanesskaga verður áfram friðað og hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamar og ábyrgar veiðar, verður haldið áfram. Veiðitímabilinu lýkur þrítugasta nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×