Innlent

Fljúgandi trampolín vaxandi vandamál

Trampolín eru vaxandi vandamál í slæmum veðrum þar sem eigendur þeirra binda þau sjaldnast niður. Á Selfossi var lögreglu tilkynnt um fimm fljúgandi trampolín í gær, eitt þeirra skemmdi tvo bíla, fyrst þegar það lenti á þaki bíls, en síðan þegar það tók aftur á loft og endaði í gegnum framrúðu á öðrum bíl þar sem það olli talsverðu tjóni.

Töluvert var um fljúgandi trampolín á Akureyri í gær, en ekki urðu eignatjón af þeirra völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×