Erlent

Tveir hópar segjast hafa grandað herþyrlu

Tveir herskáir hópar andspyrnumanna í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á að hafa grandað bandarískri þyrlu sem fórst skammt norður af Bagdad í gær með þeim afleiðingum að tveir hermenn féllu. Er þetta þriðja bandaríska þyrlan sem ferst í Írak á tíu dögum. Svæðið þar sem þyrlan hrapaði er þekkt fyrir hryðjuverkastarfsemi, að því er segir í tilkynningu frá hernum en haft er eftir sjónarvotti að flugskeyti hafi hæft þyrluna áður en hún hrapaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×