Innlent

Ræðst á allra næstu dögum

Halldór Grönvold Segir íslenskt samfélag ekki hafa verið búið undir breytingar á flæði vinnuafls.
Halldór Grönvold Segir íslenskt samfélag ekki hafa verið búið undir breytingar á flæði vinnuafls.

Á næstu dögum ræðst hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambandsins, var íslenskt samfélag ekki búið undir breytingar á flæði vinnuafls.

Verkalýðshreyfingin, samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum til að koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp um næstu áramót eins og stefnir í vegna verðbólgunnar sem er nú sjö til átta prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×