Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur.

