Samfélagsleg ábyrgð 4. desember 2006 05:00 Fyrir nokkru fór fram málþing í Reykjavík með þann áhugaverða titil „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Var þetta mjög fínt upphaf að umræðu sem Hjálparstarf kirkjunnar vonar að fleiri og fleiri eigi eftir að taka þátt í. Samfélagsleg ábyrgð er vítt málefni sem felur í sér mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og fleiri víðfeðm mál og því e.t.v. ekki skrítið að hugtakið sé ekki skýrt og afmarkað í huga fólks. Hér fjalla ég um málið frá sjónarhóli frjálsra félagasamtaka. Í hverju felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?Af mörgum stærstu hagkerfum heims standa fyrirtæki en ekki ríki, 26 af 40 stærstu hagkerfum heims eru í dag fyrirtæki og ekki ríki. Þótt sú þróun sé ekki orðin að veruleika á Íslandi virðumst við ekki langt frá því að fyrirtæki muni einn daginn verða með hærri veltu en íslenska ríkið. Fyrirtæki hafa gríðarleg áhrif sem sífellt aukast, um leið og áhrif þjóða og þinga þverra að sama skapi. Þau verða einfaldlega ekki eins öflugir áhrifaaðilar og fyrirtækin.Samfélagsleg ábyrgð er stefna sem æ fleiri fyrirtæki taka upp og við sjáum sífellt fleiri þeirra gefa góðum málefnum gaum. Hvort skilgreina eigi samfélagslega ábyrgð sem skyldu, áhugamál eða viðskiptatækni er lengi hægt að deila um. Eitt er víst að sam-félagsleg ábyrgð hefst með áhuga, áhuga á því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Gott sam-félag einkennist af manneskjum sem þrífast og þróast, umhverfi í jafnvægi, sanngirni í samskiptum og umhyggju fyrir þeim sem ekki hafa eða geta nýtt sér þá möguleika sem boðið er upp á í fjölbreyttu samfélagi.Að fjárfesta í góðu samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Til að vaxa þurfum við stöðugt að betrumbæta aðstæður og kjör, menntun okkar og allt það sem hjálpar okkur að nýta tækifærin. Fyrir fyrirtæki þýðir samfélagslegur vöxtur yfirleitt stærri viðskiptamarkaður á öllum sviðum. Þannig er það hagur okkar allra að bæta kjör, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim.Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt sam-félagslega ábyrgð með stuðningi við starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar. Flest þeirra styðja matarbúrið okkar þar sem fólk hér á landi fær afgreitt úr þegar verulega kreppir að. Kveikjan að stuðningi fyrirtækja við góð málefni er líklega oftast sprottin af mannúðar-hugsjón. En það má einnig líta á slíkan stuðning sem góð viðskipti. Að sýna samfélagslega ábyrgð bætir ímynd og getur þannig skilað auknum hagnaði. Fyrirtæki eru fólk og hluthafar eru manneskjur. Þó að fjárhagslegur hagnaður sé mikilvægur geta hluthafar einnig verið stoltir af því að eiga hlut í ábyrgu fyrirtæki sem líkt og íslenskur almenningur lætur sig velferð annarra varða.Samfélagsleg ábyrgð einstaklingaSem farsælt dæmi fyrir okkur öll vill Hjálparstarf kirkjunnar vekja athygli á þeirri ríku samfélagslegu ábyrgð sem íslenskur almenningur hefur sýnt í fjölda ára. Íslenskur almenningur hefur axlað ábyrgð og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í meira en 30 ár. Pétur og Páll og Jóna og Gunna hafa gefið rausnarlega af sínum sköttuðu launum og þannig gefið þyrstum vatn, hungruðum mat, frelsað börn úr ánauð, byggt heimili fyrir munaðarlaus börn og eflt bæði fullorðna og börn til menntunar. Verkefnin hafa verið heima og erlendis. Þessi sam-félagslega ábyrgð er öxluð í hljóði, aldrei sjáum við auglýst að Pétur hafi gefið svo og svo mikið. Hingað til hefur Gunna ekki kallað til fjölmiðlafundar til þess að kynna sitt framlag og ekki hefur heldur Páll spurt „hvernig gagnast þetta framlag mér?“Ég held að við getum með góðri samvisku sagt að íslenskur almenningur sé bakhjarl allra frjálsa félagasamtaka á Íslandi og því fylgir stöðugleiki, því íslenskur almenningur gefur ekki bara einu sinni. Sam-félagsleg ábyrgð, það að gefa með sér, virðist hluti af þjóðarsálinni – sjálfsagt þegar við búum sjálf við svo góð kjör. Við látum okkur mál og aðstæður annarra manna varða. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt í verki að okkar samfélagslega ábyrgð endar ekki við strendur Íslands. Alheimur er samfélag okkar allra og njótum við þar bæði réttinda og berum skyldur.Fyrirtækin fylgi almenningiSamtímis og við þökkum innilega fyrir þá ábyrgð almennings í verki er það von okkar og draumur að einn dag muni þessi ábyrgð og stöðugleiki endurspeglast í öllum okkar fyrirtækjum og stjórnvöldum, ekki sem skylda heldur sem áhugi og umhyggja fyrir náunganum, umhverfinu og veröldinni allri. Með þeim hætti væri okkur kleift að byggja enn betra sam-félag, samfélag sem ekki þekkir landamæri. Frjáls félagasamtök eru ekkert án fólksinsPétur og Páll, Jóna og Gunna, Hjálparstarf kirkjunnar þakkar ykkur fyrir allan veittan stuðning og stuðning í framtíðinni. Afstaða ykkar til neyðar annarra, hvar sem þeir búa, er öðrum fyrirmynd. Frjáls félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar leika mikilvægt hlutverk í velferð þeirra sem ekki eru í aðstöðu til að bjarga sér sjálfir að einhverju eða öllu leyti. Og frjáls félagasamtök eru ekkert án ykkar. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir að fá að miðla þinni hjálp til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fór fram málþing í Reykjavík með þann áhugaverða titil „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Var þetta mjög fínt upphaf að umræðu sem Hjálparstarf kirkjunnar vonar að fleiri og fleiri eigi eftir að taka þátt í. Samfélagsleg ábyrgð er vítt málefni sem felur í sér mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og fleiri víðfeðm mál og því e.t.v. ekki skrítið að hugtakið sé ekki skýrt og afmarkað í huga fólks. Hér fjalla ég um málið frá sjónarhóli frjálsra félagasamtaka. Í hverju felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?Af mörgum stærstu hagkerfum heims standa fyrirtæki en ekki ríki, 26 af 40 stærstu hagkerfum heims eru í dag fyrirtæki og ekki ríki. Þótt sú þróun sé ekki orðin að veruleika á Íslandi virðumst við ekki langt frá því að fyrirtæki muni einn daginn verða með hærri veltu en íslenska ríkið. Fyrirtæki hafa gríðarleg áhrif sem sífellt aukast, um leið og áhrif þjóða og þinga þverra að sama skapi. Þau verða einfaldlega ekki eins öflugir áhrifaaðilar og fyrirtækin.Samfélagsleg ábyrgð er stefna sem æ fleiri fyrirtæki taka upp og við sjáum sífellt fleiri þeirra gefa góðum málefnum gaum. Hvort skilgreina eigi samfélagslega ábyrgð sem skyldu, áhugamál eða viðskiptatækni er lengi hægt að deila um. Eitt er víst að sam-félagsleg ábyrgð hefst með áhuga, áhuga á því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Gott sam-félag einkennist af manneskjum sem þrífast og þróast, umhverfi í jafnvægi, sanngirni í samskiptum og umhyggju fyrir þeim sem ekki hafa eða geta nýtt sér þá möguleika sem boðið er upp á í fjölbreyttu samfélagi.Að fjárfesta í góðu samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Til að vaxa þurfum við stöðugt að betrumbæta aðstæður og kjör, menntun okkar og allt það sem hjálpar okkur að nýta tækifærin. Fyrir fyrirtæki þýðir samfélagslegur vöxtur yfirleitt stærri viðskiptamarkaður á öllum sviðum. Þannig er það hagur okkar allra að bæta kjör, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim.Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt sam-félagslega ábyrgð með stuðningi við starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar. Flest þeirra styðja matarbúrið okkar þar sem fólk hér á landi fær afgreitt úr þegar verulega kreppir að. Kveikjan að stuðningi fyrirtækja við góð málefni er líklega oftast sprottin af mannúðar-hugsjón. En það má einnig líta á slíkan stuðning sem góð viðskipti. Að sýna samfélagslega ábyrgð bætir ímynd og getur þannig skilað auknum hagnaði. Fyrirtæki eru fólk og hluthafar eru manneskjur. Þó að fjárhagslegur hagnaður sé mikilvægur geta hluthafar einnig verið stoltir af því að eiga hlut í ábyrgu fyrirtæki sem líkt og íslenskur almenningur lætur sig velferð annarra varða.Samfélagsleg ábyrgð einstaklingaSem farsælt dæmi fyrir okkur öll vill Hjálparstarf kirkjunnar vekja athygli á þeirri ríku samfélagslegu ábyrgð sem íslenskur almenningur hefur sýnt í fjölda ára. Íslenskur almenningur hefur axlað ábyrgð og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í meira en 30 ár. Pétur og Páll og Jóna og Gunna hafa gefið rausnarlega af sínum sköttuðu launum og þannig gefið þyrstum vatn, hungruðum mat, frelsað börn úr ánauð, byggt heimili fyrir munaðarlaus börn og eflt bæði fullorðna og börn til menntunar. Verkefnin hafa verið heima og erlendis. Þessi sam-félagslega ábyrgð er öxluð í hljóði, aldrei sjáum við auglýst að Pétur hafi gefið svo og svo mikið. Hingað til hefur Gunna ekki kallað til fjölmiðlafundar til þess að kynna sitt framlag og ekki hefur heldur Páll spurt „hvernig gagnast þetta framlag mér?“Ég held að við getum með góðri samvisku sagt að íslenskur almenningur sé bakhjarl allra frjálsa félagasamtaka á Íslandi og því fylgir stöðugleiki, því íslenskur almenningur gefur ekki bara einu sinni. Sam-félagsleg ábyrgð, það að gefa með sér, virðist hluti af þjóðarsálinni – sjálfsagt þegar við búum sjálf við svo góð kjör. Við látum okkur mál og aðstæður annarra manna varða. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt í verki að okkar samfélagslega ábyrgð endar ekki við strendur Íslands. Alheimur er samfélag okkar allra og njótum við þar bæði réttinda og berum skyldur.Fyrirtækin fylgi almenningiSamtímis og við þökkum innilega fyrir þá ábyrgð almennings í verki er það von okkar og draumur að einn dag muni þessi ábyrgð og stöðugleiki endurspeglast í öllum okkar fyrirtækjum og stjórnvöldum, ekki sem skylda heldur sem áhugi og umhyggja fyrir náunganum, umhverfinu og veröldinni allri. Með þeim hætti væri okkur kleift að byggja enn betra sam-félag, samfélag sem ekki þekkir landamæri. Frjáls félagasamtök eru ekkert án fólksinsPétur og Páll, Jóna og Gunna, Hjálparstarf kirkjunnar þakkar ykkur fyrir allan veittan stuðning og stuðning í framtíðinni. Afstaða ykkar til neyðar annarra, hvar sem þeir búa, er öðrum fyrirmynd. Frjáls félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar leika mikilvægt hlutverk í velferð þeirra sem ekki eru í aðstöðu til að bjarga sér sjálfir að einhverju eða öllu leyti. Og frjáls félagasamtök eru ekkert án ykkar. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir að fá að miðla þinni hjálp til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar