Samfélagsleg ábyrgð 4. desember 2006 05:00 Fyrir nokkru fór fram málþing í Reykjavík með þann áhugaverða titil „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Var þetta mjög fínt upphaf að umræðu sem Hjálparstarf kirkjunnar vonar að fleiri og fleiri eigi eftir að taka þátt í. Samfélagsleg ábyrgð er vítt málefni sem felur í sér mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og fleiri víðfeðm mál og því e.t.v. ekki skrítið að hugtakið sé ekki skýrt og afmarkað í huga fólks. Hér fjalla ég um málið frá sjónarhóli frjálsra félagasamtaka. Í hverju felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?Af mörgum stærstu hagkerfum heims standa fyrirtæki en ekki ríki, 26 af 40 stærstu hagkerfum heims eru í dag fyrirtæki og ekki ríki. Þótt sú þróun sé ekki orðin að veruleika á Íslandi virðumst við ekki langt frá því að fyrirtæki muni einn daginn verða með hærri veltu en íslenska ríkið. Fyrirtæki hafa gríðarleg áhrif sem sífellt aukast, um leið og áhrif þjóða og þinga þverra að sama skapi. Þau verða einfaldlega ekki eins öflugir áhrifaaðilar og fyrirtækin.Samfélagsleg ábyrgð er stefna sem æ fleiri fyrirtæki taka upp og við sjáum sífellt fleiri þeirra gefa góðum málefnum gaum. Hvort skilgreina eigi samfélagslega ábyrgð sem skyldu, áhugamál eða viðskiptatækni er lengi hægt að deila um. Eitt er víst að sam-félagsleg ábyrgð hefst með áhuga, áhuga á því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Gott sam-félag einkennist af manneskjum sem þrífast og þróast, umhverfi í jafnvægi, sanngirni í samskiptum og umhyggju fyrir þeim sem ekki hafa eða geta nýtt sér þá möguleika sem boðið er upp á í fjölbreyttu samfélagi.Að fjárfesta í góðu samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Til að vaxa þurfum við stöðugt að betrumbæta aðstæður og kjör, menntun okkar og allt það sem hjálpar okkur að nýta tækifærin. Fyrir fyrirtæki þýðir samfélagslegur vöxtur yfirleitt stærri viðskiptamarkaður á öllum sviðum. Þannig er það hagur okkar allra að bæta kjör, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim.Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt sam-félagslega ábyrgð með stuðningi við starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar. Flest þeirra styðja matarbúrið okkar þar sem fólk hér á landi fær afgreitt úr þegar verulega kreppir að. Kveikjan að stuðningi fyrirtækja við góð málefni er líklega oftast sprottin af mannúðar-hugsjón. En það má einnig líta á slíkan stuðning sem góð viðskipti. Að sýna samfélagslega ábyrgð bætir ímynd og getur þannig skilað auknum hagnaði. Fyrirtæki eru fólk og hluthafar eru manneskjur. Þó að fjárhagslegur hagnaður sé mikilvægur geta hluthafar einnig verið stoltir af því að eiga hlut í ábyrgu fyrirtæki sem líkt og íslenskur almenningur lætur sig velferð annarra varða.Samfélagsleg ábyrgð einstaklingaSem farsælt dæmi fyrir okkur öll vill Hjálparstarf kirkjunnar vekja athygli á þeirri ríku samfélagslegu ábyrgð sem íslenskur almenningur hefur sýnt í fjölda ára. Íslenskur almenningur hefur axlað ábyrgð og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í meira en 30 ár. Pétur og Páll og Jóna og Gunna hafa gefið rausnarlega af sínum sköttuðu launum og þannig gefið þyrstum vatn, hungruðum mat, frelsað börn úr ánauð, byggt heimili fyrir munaðarlaus börn og eflt bæði fullorðna og börn til menntunar. Verkefnin hafa verið heima og erlendis. Þessi sam-félagslega ábyrgð er öxluð í hljóði, aldrei sjáum við auglýst að Pétur hafi gefið svo og svo mikið. Hingað til hefur Gunna ekki kallað til fjölmiðlafundar til þess að kynna sitt framlag og ekki hefur heldur Páll spurt „hvernig gagnast þetta framlag mér?“Ég held að við getum með góðri samvisku sagt að íslenskur almenningur sé bakhjarl allra frjálsa félagasamtaka á Íslandi og því fylgir stöðugleiki, því íslenskur almenningur gefur ekki bara einu sinni. Sam-félagsleg ábyrgð, það að gefa með sér, virðist hluti af þjóðarsálinni – sjálfsagt þegar við búum sjálf við svo góð kjör. Við látum okkur mál og aðstæður annarra manna varða. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt í verki að okkar samfélagslega ábyrgð endar ekki við strendur Íslands. Alheimur er samfélag okkar allra og njótum við þar bæði réttinda og berum skyldur.Fyrirtækin fylgi almenningiSamtímis og við þökkum innilega fyrir þá ábyrgð almennings í verki er það von okkar og draumur að einn dag muni þessi ábyrgð og stöðugleiki endurspeglast í öllum okkar fyrirtækjum og stjórnvöldum, ekki sem skylda heldur sem áhugi og umhyggja fyrir náunganum, umhverfinu og veröldinni allri. Með þeim hætti væri okkur kleift að byggja enn betra sam-félag, samfélag sem ekki þekkir landamæri. Frjáls félagasamtök eru ekkert án fólksinsPétur og Páll, Jóna og Gunna, Hjálparstarf kirkjunnar þakkar ykkur fyrir allan veittan stuðning og stuðning í framtíðinni. Afstaða ykkar til neyðar annarra, hvar sem þeir búa, er öðrum fyrirmynd. Frjáls félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar leika mikilvægt hlutverk í velferð þeirra sem ekki eru í aðstöðu til að bjarga sér sjálfir að einhverju eða öllu leyti. Og frjáls félagasamtök eru ekkert án ykkar. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir að fá að miðla þinni hjálp til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fór fram málþing í Reykjavík með þann áhugaverða titil „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Var þetta mjög fínt upphaf að umræðu sem Hjálparstarf kirkjunnar vonar að fleiri og fleiri eigi eftir að taka þátt í. Samfélagsleg ábyrgð er vítt málefni sem felur í sér mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og fleiri víðfeðm mál og því e.t.v. ekki skrítið að hugtakið sé ekki skýrt og afmarkað í huga fólks. Hér fjalla ég um málið frá sjónarhóli frjálsra félagasamtaka. Í hverju felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja?Af mörgum stærstu hagkerfum heims standa fyrirtæki en ekki ríki, 26 af 40 stærstu hagkerfum heims eru í dag fyrirtæki og ekki ríki. Þótt sú þróun sé ekki orðin að veruleika á Íslandi virðumst við ekki langt frá því að fyrirtæki muni einn daginn verða með hærri veltu en íslenska ríkið. Fyrirtæki hafa gríðarleg áhrif sem sífellt aukast, um leið og áhrif þjóða og þinga þverra að sama skapi. Þau verða einfaldlega ekki eins öflugir áhrifaaðilar og fyrirtækin.Samfélagsleg ábyrgð er stefna sem æ fleiri fyrirtæki taka upp og við sjáum sífellt fleiri þeirra gefa góðum málefnum gaum. Hvort skilgreina eigi samfélagslega ábyrgð sem skyldu, áhugamál eða viðskiptatækni er lengi hægt að deila um. Eitt er víst að sam-félagsleg ábyrgð hefst með áhuga, áhuga á því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Gott sam-félag einkennist af manneskjum sem þrífast og þróast, umhverfi í jafnvægi, sanngirni í samskiptum og umhyggju fyrir þeim sem ekki hafa eða geta nýtt sér þá möguleika sem boðið er upp á í fjölbreyttu samfélagi.Að fjárfesta í góðu samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Til að vaxa þurfum við stöðugt að betrumbæta aðstæður og kjör, menntun okkar og allt það sem hjálpar okkur að nýta tækifærin. Fyrir fyrirtæki þýðir samfélagslegur vöxtur yfirleitt stærri viðskiptamarkaður á öllum sviðum. Þannig er það hagur okkar allra að bæta kjör, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim.Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt sam-félagslega ábyrgð með stuðningi við starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar. Flest þeirra styðja matarbúrið okkar þar sem fólk hér á landi fær afgreitt úr þegar verulega kreppir að. Kveikjan að stuðningi fyrirtækja við góð málefni er líklega oftast sprottin af mannúðar-hugsjón. En það má einnig líta á slíkan stuðning sem góð viðskipti. Að sýna samfélagslega ábyrgð bætir ímynd og getur þannig skilað auknum hagnaði. Fyrirtæki eru fólk og hluthafar eru manneskjur. Þó að fjárhagslegur hagnaður sé mikilvægur geta hluthafar einnig verið stoltir af því að eiga hlut í ábyrgu fyrirtæki sem líkt og íslenskur almenningur lætur sig velferð annarra varða.Samfélagsleg ábyrgð einstaklingaSem farsælt dæmi fyrir okkur öll vill Hjálparstarf kirkjunnar vekja athygli á þeirri ríku samfélagslegu ábyrgð sem íslenskur almenningur hefur sýnt í fjölda ára. Íslenskur almenningur hefur axlað ábyrgð og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í meira en 30 ár. Pétur og Páll og Jóna og Gunna hafa gefið rausnarlega af sínum sköttuðu launum og þannig gefið þyrstum vatn, hungruðum mat, frelsað börn úr ánauð, byggt heimili fyrir munaðarlaus börn og eflt bæði fullorðna og börn til menntunar. Verkefnin hafa verið heima og erlendis. Þessi sam-félagslega ábyrgð er öxluð í hljóði, aldrei sjáum við auglýst að Pétur hafi gefið svo og svo mikið. Hingað til hefur Gunna ekki kallað til fjölmiðlafundar til þess að kynna sitt framlag og ekki hefur heldur Páll spurt „hvernig gagnast þetta framlag mér?“Ég held að við getum með góðri samvisku sagt að íslenskur almenningur sé bakhjarl allra frjálsa félagasamtaka á Íslandi og því fylgir stöðugleiki, því íslenskur almenningur gefur ekki bara einu sinni. Sam-félagsleg ábyrgð, það að gefa með sér, virðist hluti af þjóðarsálinni – sjálfsagt þegar við búum sjálf við svo góð kjör. Við látum okkur mál og aðstæður annarra manna varða. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt í verki að okkar samfélagslega ábyrgð endar ekki við strendur Íslands. Alheimur er samfélag okkar allra og njótum við þar bæði réttinda og berum skyldur.Fyrirtækin fylgi almenningiSamtímis og við þökkum innilega fyrir þá ábyrgð almennings í verki er það von okkar og draumur að einn dag muni þessi ábyrgð og stöðugleiki endurspeglast í öllum okkar fyrirtækjum og stjórnvöldum, ekki sem skylda heldur sem áhugi og umhyggja fyrir náunganum, umhverfinu og veröldinni allri. Með þeim hætti væri okkur kleift að byggja enn betra sam-félag, samfélag sem ekki þekkir landamæri. Frjáls félagasamtök eru ekkert án fólksinsPétur og Páll, Jóna og Gunna, Hjálparstarf kirkjunnar þakkar ykkur fyrir allan veittan stuðning og stuðning í framtíðinni. Afstaða ykkar til neyðar annarra, hvar sem þeir búa, er öðrum fyrirmynd. Frjáls félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar leika mikilvægt hlutverk í velferð þeirra sem ekki eru í aðstöðu til að bjarga sér sjálfir að einhverju eða öllu leyti. Og frjáls félagasamtök eru ekkert án ykkar. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir að fá að miðla þinni hjálp til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun