Innlent

Opinn fundur um Norðlingaölduveitu í Norræna húsinu í dag

MYND/Fréttablaðið

Átta félagasamtök sem láta sig varða umhverfisvernd efna í dag til opins fundar um mikilvægi þess að vernda Þjórsárver og koma þannig í veg fyrir Norðlingaölduveitu. Yfirskrift fundarins er "Þjórsárver eru þjóðargersemi sem ekki má spilla" en fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan hálftvö.

Fyrrum alþingsmaðurinn og læknirinn Katrín Fjeldsted verður fundarstjóri. Meðal þeirra sem flytja framsögu á fundinum eru Óskar Bergsson formaður Samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins auk fræðimanna í líf- og grasafræði. Á fundinum verður lögð fram stefnumarkandi yfirlýsing um mikil þess að vernda Þjórsárver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×