Innlent

Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu

MYND/E.Ól

Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu. Aðgangur að sambærilegum upplýsingum um sambærilega netnotkun Íslendinga er ekki að finna.

Samkvæmt upplýsingum frá stærsta símafyrirtæki Færeyja eru um þrjú hundruð Færeyingar staðnir að þessari iðju á hverjum degi, en til samanburðar eru kemst upp daglega um tólf hundruð Dani sem leita að barnaklámi. Íbúar Danmerkur eru hins vegar hundrað sinnum fleiri en íbúar Færeyja. Miðað við höfðatölu er því tuttugu og fimm sinnum algengara að barnaklám sé sótt á netinu í Færeyjum en í Danmörku. Klámsíur símafyrirtækjanna í Færeyjum og Danmörku eru nýjar af nálinnni.

Danir hófu að sía sérstaklega slíkar fyrirspurnir á netinu um miðjan október, en það er gert í samstarfi Dönsku lögreglunnar, Tele Danmark og samtakanna Red barnet. Sambærileg sía var sett á netþjónustu í Færeyjum skömmu fyrir jól.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×