Haftastefna í landbúnaði Birgir Tjörvi Pétursson skrifar 29. september 2006 00:01 Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun