Haftastefna í landbúnaði Birgir Tjörvi Pétursson skrifar 29. september 2006 00:01 Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar