Innlent

Pílagrímar grýta steinvegginar í Mína

Pílagrímatími múslíma stendur sem hæst og í dag grýttu tugþúsundir trúaðra steinveggina í Mína, skammt utan við Mekka í Sádi-Arabíu. Ríflega tvær og hálf milljón múslíma hafa lagt leið sína til hinnar helgu borgar núna um hadsj-tímann. Al-Jamarat-veggirnir eru tákn djöfulsins og trúa pílagrímarnir því að þeir fái syndaaflausn með grjótkastinu. Margir rökuðu af sér hárið að því loknu til marks um að þeir hefðu farið í pílagrímsför, en í slíka ferð verður hver múslími að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×