Innlent

Landsbjörg sjósetur tvö ný björgunarskip

Slysavarnafélagið Landsbjörg sjósetti í gær tvö ný ARUN-björgunarskip sem félagið festi kaup á frá breska sjóbjörgunarfélaginu RNLI. Munu þau koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglufirði. Skipin eru 18 ára gömul en voru endurbyggð fyrir um 3 árum og eru því nánast eins og ný.Ellefu af fjórtán skipum Landsbjargar í kringum landið eru af þessari tegund og auðveldar það mjög þjálfun skipverjaeftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×