Erlent

Tveir létust í Kína af völdum fuglaflensu

MYND/Reuters

Tveir í viðbót hafa látist í Kína af völdum fuglaflensunnar, að því er Alþjóða heilbrigðisstofnunin greinir frá, en þeir létust í síðasta mánuði. Þá var sex ára gamall drengur fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús í Hunan-héraði í Kína í fyrradag og var fullyrt að veikindin stöfuðu af fuglaflensuveirunni. Hann er þar með sá áttundi í landinu sem smitast af veirunni en rúmlega sjötíu manns hafa látist af hennar völdum í Asíu á rúmlega tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×