Lífið

Tannlæknanemi í sælgætislandi

Helgi í góu Hann telur það ekki eftir sér að gefa Ásgeiri Gunnari frí til að komast á fótboltaæfingar. Helgi framleiðir meðal annars Hraun og Æði og fær góða hjálp frá Ásgeiri Gunnari.
Helgi í góu Hann telur það ekki eftir sér að gefa Ásgeiri Gunnari frí til að komast á fótboltaæfingar. Helgi framleiðir meðal annars Hraun og Æði og fær góða hjálp frá Ásgeiri Gunnari.

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson er nemi í tannlækningum við Háskóla Íslands. Svo skemmtilega vill til að meðfram náminu vinnur hann í sælgætsgerðinni Góu-Lind.

"Ég hef unnið í Góu-Lindu í ein tíu ár með skóla og á sumrin. Ég var ekkert að breyta því þótt ég hefði byrjað í tannlæknanáminu," segir Ásgeir Gunnnar hlæjandi og bætir við. "Maður verður að þekkja allar hliðar málsins."

Ásgeir Gunnar er hálfnaður með tannlæknanámið sem tekur sex ár. Hann segist kunna vel við sig í náminu. "Það eru jú einhverjir kennarar sem vita af því að ég vinn í sælgætisgerð en þeir hlæja bara að því," segir Ásgeir Gunnar sem segist sjálfur ekki borða mikið nammi. "Ég narta af og til í nammi en borða alls ekki mikið af því. Ætli það sé ekki bæði út af náminu og boltanum. Maður verður jú að hugsa um línurnar í boltanum," segir Ásgeir Gunnar sem leikur knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH.

"Fótboltinn hefur gengið ágætlega í sumar. Það er samt langt í frá að við séum búnir að tryggja okkur titilinn. Við höfum tíu stiga forystu en það eru átján stig eftir í pottinum," segir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, tannlæknanemi í sælgætislandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.