Tekur upp Hollywood-hasarmynd í Berlín 20. júlí 2006 12:15 Óttar Guðnason Hefur verið ráðinn sem kvikmyndatökumaður fyrir Hollywood-mynd sem Jan de Bont leikstýrir. Þetta verður hasarmynd í anda Speed og Twister, mynd eins og hann er þekktur fyrir að gera, segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason sem ráðinn hefur verið til starfa við næstu kvikmynd leikstjórans Jan de Bont. Jan de Bont er kunnur hasarmyndaleikstjóri og þekktustu myndir hans eru áðurnefndar Speed og Twister auk fyrstu Tomb Raider-myndarinnar. De Bont hóf feril sinn sem kvikmyndatökumaður og þekktustu myndir hans á þeim vettvangi eru Die Hard, Basic Instinct og Leathal Weapon 3. Óttar hefur unnið mikið með Jan de Bont síðustu tvö ár við gerð auglýsinga. Við höfum gert aragrúa af auglýsingum. Síðast vorum við að klára Citröen-auglýsingu með Sean Connery í aðalhlutverkinu, segir Óttar. Kvikmyndin sem Óttar mun taka upp heitir Stopping Power og er bandarísk framleiðsla þó upptökur fari fram í Berlín. Aðspurður segir Óttar að tilkynnt verði um val á leikurum á næstu vikum, fjögur þekkt nöfn verða í aðalhlutverkunum en aukahlutverkin skipa Þjóðverjar og aðrir Evrópubúar. Þetta leggst auðvitað mjög vel í mig enda er þetta frábært tækifæri að fá að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu. Þarna stígur maður með aðra löppina inn í þennan Hollywood-heim hvað sem svo gerist, segir Óttar. Undirbúningur fyrir tökurnar hefst í byrjun ágústmánaðar og stendur í fimm vikur. Sjálfar tökurnar hefjast svo 13. september og klárast í lok nóvember að sögn Óttars. Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér eftir það. Þetta er eins langt og maður sér fram í tímann í mínum heimi. Ég býst við því að fara aftur í auglýsingarnar eftir þetta. Hins vegar er því ekki að neita að þessi mynd gæti verið vísbending um fleiri störf úti. Maður er allavega strax byrjaður að finna fyrir smá fídbakki frá Hollywood, segir Óttar sem hefur eytt síðustu tveim vikum í að helluleggja við hús sem hann var að byggja sér í Garðabæ. Það hefur verið fínt að vinna við húsið til að hreinsa hugann. Nú getur maður aftur farið að snúa sér að bíópælingunum. Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira
Þetta verður hasarmynd í anda Speed og Twister, mynd eins og hann er þekktur fyrir að gera, segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason sem ráðinn hefur verið til starfa við næstu kvikmynd leikstjórans Jan de Bont. Jan de Bont er kunnur hasarmyndaleikstjóri og þekktustu myndir hans eru áðurnefndar Speed og Twister auk fyrstu Tomb Raider-myndarinnar. De Bont hóf feril sinn sem kvikmyndatökumaður og þekktustu myndir hans á þeim vettvangi eru Die Hard, Basic Instinct og Leathal Weapon 3. Óttar hefur unnið mikið með Jan de Bont síðustu tvö ár við gerð auglýsinga. Við höfum gert aragrúa af auglýsingum. Síðast vorum við að klára Citröen-auglýsingu með Sean Connery í aðalhlutverkinu, segir Óttar. Kvikmyndin sem Óttar mun taka upp heitir Stopping Power og er bandarísk framleiðsla þó upptökur fari fram í Berlín. Aðspurður segir Óttar að tilkynnt verði um val á leikurum á næstu vikum, fjögur þekkt nöfn verða í aðalhlutverkunum en aukahlutverkin skipa Þjóðverjar og aðrir Evrópubúar. Þetta leggst auðvitað mjög vel í mig enda er þetta frábært tækifæri að fá að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu. Þarna stígur maður með aðra löppina inn í þennan Hollywood-heim hvað sem svo gerist, segir Óttar. Undirbúningur fyrir tökurnar hefst í byrjun ágústmánaðar og stendur í fimm vikur. Sjálfar tökurnar hefjast svo 13. september og klárast í lok nóvember að sögn Óttars. Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér eftir það. Þetta er eins langt og maður sér fram í tímann í mínum heimi. Ég býst við því að fara aftur í auglýsingarnar eftir þetta. Hins vegar er því ekki að neita að þessi mynd gæti verið vísbending um fleiri störf úti. Maður er allavega strax byrjaður að finna fyrir smá fídbakki frá Hollywood, segir Óttar sem hefur eytt síðustu tveim vikum í að helluleggja við hús sem hann var að byggja sér í Garðabæ. Það hefur verið fínt að vinna við húsið til að hreinsa hugann. Nú getur maður aftur farið að snúa sér að bíópælingunum.
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Sjá meira