Lífið

Ekki abbast upp á dýrin í skóginum

Nýtt bandalag Dýrin í skóginum mynda bandalag og ráðast inn í verndaða tilveru mannanna.
Nýtt bandalag Dýrin í skóginum mynda bandalag og ráðast inn í verndaða tilveru mannanna.

Samskipti manns og náttúru eru reifuð á frekar gamansaman hátt í kvikmyndinni Over the Hedge, sem er teiknimynd frá Dreamworks-kvikmyndafyrirtækinu. Dýrin í skóginum eru að vakna eftir væran blund yfir vetrartímann en uppgötva að mannfólkið er orðið ansi kræft og hefur reist íbúðarhúsnæði nálægt heimkynnum þeirra. Þvottabjörninn RJ er ekki sáttur við þessa framkomu mannanna. „Vandamálið við þá er að nóg er aldrei nóg,“ segir hann og býr sig af kappi undir það að ráðast inn í verndaða veröld hinna nýju nágranna. Verne er ekki alls kostar sáttur við þessa ákvörðun RJ enda er hann afbrýðisamur út í þennan keppinaut sinn. Verne vill frekar halda sig í skóginum í friði og ró en uppgötvar fljótlega að heilmikill fjársjóður býr í rusli mannanna. Hinir ólíklegu vinir taka því höndum saman og mynda hið ólíklegasta tvíeyki sem á eftir að setja allt á annan endann hinum megin við girðinguna.

Fjöldi stórstjarna talar fyrir dýrin í skóginum og fer þar fremstur í flokki Bruce Willis sem leikur RJ en sjónvarpsleikarinn Garry Shandling talar fyrir Verne. Aðrir leikarar sem koma við sögu eru Steve Carell, sem sló í gegn í kvikmyndinni The 40 Year Old Virgin, og Thomas Haden Church sem var ákaflega eftirminnilegur í Sideways í hlutverki skíthælsins Jack.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.