Lífið

Rauðklæddi rokkarinn

Mjallhvít Lítur út eins og gömul leikkona í bíómynd en er meðal þekktustu trommar­anna í heiminum í dag.
Mjallhvít Lítur út eins og gömul leikkona í bíómynd en er meðal þekktustu trommar­anna í heiminum í dag.

Einn frægasti og vinsælasti trommari heims er stelpa. Það er hún Meg White úr tvíeykinu fræga White Stripes. Eins og kunnugt er þá eru hún og Jack White, söngvarinn í hljómsveitinni, fyrrverandi hjón en miklar sögur hafa verið um að þau væru systkini.

Henni svipar til Mjallhvítar með sitt síða svarta hár og ljósu húð. Það er alveg greinilegt að rauður er hennar uppáhaldslitur enda notar hún hann óspart í bland við svartan og hvítan. Hún er með frekar einfaldan fatastíl og dáir "second hand"-föt og -dót að eigin sögn. Hún er feimin og því ekki daglegur gestur á rauða dreglinum, en þegar það gerist er hún í fallegum kjólum og oft eins og klippt út úr tímabilinu 1940-1950.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.