Lífið

Keyrir um og býður fólki til Eyja

Spilar sín bestu lög Árni Johnsen er hér ásamt starfsfólki KFC og bauð á Þjóðhátíð með gítarspili og léttum söng.
Spilar sín bestu lög Árni Johnsen er hér ásamt starfsfólki KFC og bauð á Þjóðhátíð með gítarspili og léttum söng.

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og athafnaskáld, keyrir um þessar mundir með gítarinn í hendi til stærstu viðskiptavina Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og býður þeim á þjóðhátíð í Eyjum sem verður að venju haldin fyrstu helgina í ágúst. Árni hefur löngum verið þekktur fyrir að ná upp réttu stemningunni með gítarnum og hafa tónleikar hans á vinnustöðunum mælst vel fyrir.

Þegar Fréttablaðið náði í skottið á Eyjapeyjanum var í nógu að snúast og Árni á fullu að rúnta á milli staða ásamt Marín Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Practical sem skipuleggur viðburðinn.

Að sögn Marínar kom varla neinn annar til greina en Árni. "Hann er eiginlega hálfgert tákn fyrir þjóðhátíðina í Eyjum og því þótti okkur tilvalið að fá hann til liðs við okkur," segir Marín og Árni sló að sjálfsögðu til þegar kallið kom enda annt um sína Heimaey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.