Innlent

American Graffiti á Höfn

Tónlistarsýningin American Graffiti verður frumsýnt á Hótel Höfn í kvöld.
Tónlistarsýningin American Graffiti verður frumsýnt á Hótel Höfn í kvöld. MYND/Sigurður Mar Halldórsson

Hornfirska skemmtifélagið frumsýnir í kvöld tónlistarsýninguna "American Graffiti" á Hótel Höfn.  Tuttugu og sjö manns taka þátt í sýningunni. Allt eru það áhugaleikarar og tónlistarmenn frá Hornafirði.

Kristín Geirsdóttir leikstjóri segir tækifæri á landsbyggðinni ekki mörg fyrir ungt fólk. "Mitt áhugamál er að gefa þessu unga fólki tækifæri til að þróa sig áfram í listinni."

Í sýningunni eru rifjuð upp rokklög sem frá árunum þegar rokkið var að slíta barnsskónum, strákar voru í támjóum skóm og stelpur með túberað hár.

Með sýningunni sem er fimmta tónlistarsýningin á jafn mörgum árum, er einnig reynt að auka ferðamannastraum til Hafnar yfir vetrartímann. Boðið er upp á pakka sem henta hópum og félögum sem vilja gera sér dagamun á Höfn og njóta tónlistar.

Kristín sem er grunnskólakennari segir hennar helsta áhugamál vera að skemmta sér og öðrum með tónlist: "En það er einmitt markmiðið með sýningunni."

Sýningar fara fram á Hótel Höfn á hverju laugardagskvöldi til 18. nóvember. Uppselt er á sýninguna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×