Innlent

Ódýrari leið til lækkunar matarverðs

Matarverð á Íslandi gæti orðið það sama og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjaldakerfið og lækka tolla, segja Samtök atvinnulífsins. Lækkun virðisaukaskatts hefði ekki þurft að koma til.

Samtökin telja að önnur leið en sú sem stjórnvöld hafa valið til lækkunar matvælaverðs, hefði verið vænlegri til árangurs. Að mati þeirra hefði með afnámi tolla og vörugjalda mátt koma matarverði niður á sama stig og í Finnlandi og Svíþjóð, án þess að lækka núverandi lægra þrep virðisaukaskatts, eins og stjórnvöld hafa ákveðið að gera.

Samtökin telja leið stjórnvalda kostnaðarsamari leið.

Meginástæðan fyrir háu verðlagi á matvælum á Íslandi liggi í tollvernd innlendrar kjöt- og mjólkurafurða, brenglandi áhrifum vörugjalda og mishárrar álagningar virðisaukaskatts á matvæli.

Útfærsla fyrirhugaðrar tollalækkunar ríkisstjórnarinnar á matvæli liggi ekki fyrir, en fullyrt er að þær eigi að skila umtalsverðum verðlækkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×