Innlent

Stofnun stærsta verkalýðsfélags landsins

Í dag klukkan þrjú verður eitt stærsta verkalýðsfélag landsins stofnað þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinast undir einum hatti.

 

Á stofnfundinum sem verður klukkan þrjú á Grand Hótel, verður rætt hvort iðn og tækninám hafi orðið utanveltu í menntamálum á Íslandi og velt upp stöðu verknáms. Þá verða mál tengd erlendum starfsmönnum í brennidepli, rætt hvort fjölgun þeirra hafi áhrif á launakjör og hvort takmarka eigi erlent vinnuafl.

Umræðunum stjórnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, en fyrir svörum sitja Ásmundur Stefánsson, Gylfi Arnbjörnsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sigurður Kári Kristjánsson og Vilhjálmur Egilsson.

 

Störf vélstjóra og málmiðnaðarmanna skarast iðulega og er markmið sameiningarinnar að efla kjaramál og ráðgjöf.

 

Verkalýðsfélögin tvö eiga samtals 186 ára sögu að baki og verður nýja félagið til húsa Borgartúni 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×