Lífið

Tvær persónur deyja í lokabókinni

dumbledore Galdrakarlinn og vinur Potter, Dumbledore, lést í síðustu bók.
dumbledore Galdrakarlinn og vinur Potter, Dumbledore, lést í síðustu bók.

Tvær persónur í sjöundu og síðustu Harry Potter-bókinni sem er væntanleg á næsta ári munu láta lífið. J.K. Rowling, höfundur bókanna, viðurkenndi þetta í viðtali í enska sjónvarpsþættinum The Richard and Judy Show. Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi, er undrandi á þessum fregnum.

Rowling var þögul sem gröfin um hvaða persónur þetta væru en sagðist sjálf hafa um örlög þeirra síðan í kringum 1990 þegar hún skrifaði lokakaflann. Sagðist hún jafnframt ekki búast við því að eiga eftir að skapa aftur jafnvinsæla persónu og Potter.

Fyndin markaðssetning
harry potter Margir halda að Harry Potter muni deyja í næstu bók.
Snæbjörn Arngrímsson, eigandi bókaforlagsins Bjartur sem gefur út Harry Potter, segir þessar fregnir koma nokkuð á óvart. Hún er svolítið fyndin þessi markaðssetning þar sem það er boðaður dauði mörgum mánuðum áður en bókin kemur út. Þetta var gert fyrir síðustu bók og ég hugsaði með mér núna: nei, ekki aftur, segir Snæbjörn í léttum dúr.

Það verður spennandi að sjá hver það er sem verður fyrir árás og fyrir þá sem þekkja þessar bækur vel er þetta dálítið scary. Harry lifir af
sirius black Guðfaðir Harry Potter, Sirius Black, er einn af þeim sem hafa látið lífið.
Í síðustu bók, Blendingsprinsinn, var það galdrakarlinn Dumbledore sem fór yfir móðuna miklu en áður hafði Sirius Black hlotið sömu örlög. Snæbjörn segist ekki hafa trú á því að Harry sjálfur muni deyja í lokabókinni þrátt fyrir að oft séu aðalsöguhetjurnar látnar deyja til að koma í veg fyrir að framhald verði gert síðar meir. Það var talað um að félagi Harry myndi fara í síðustu bók, en ég veit það ekki, það er ómögulegt að segja. Ég held að Harry lifi þetta af, ég trúi því, segir hann. Ekki hægt að biðja um meira
snæbjörn arngrímsson Eigandi Bjarts hefur enga trú á að sjálfur Harry Potter muni deyja í sjöundu og síðustu bókinni.fréttablaðið/pjetur
Bækurnar um Harry Potter hafa verið algjör gullnáma fyrir bókaforlagið Bjart undanfarin ár. Snæbjörn kvíðir ekki framtíðinni hjá forlaginu þrátt fyrir að aðeins ein bók um galdrastrákinn sé eftir. Það er óvenjulegt að fá sjö metsölubækur frá sama höfundinum, maður getur ekki beðið um meira. Allt gott tekur einhvern tímann enda, segir hann. Svona nokkuð kemur ekki nema á tíu ára fresti og það kemur ekkert beint í staðinn fyrir Potter. Kannski eftir einhver ár grípur nýtt æði um sig og þá kannski grípum við þá gæs, maður veit aldrei. Hætt við flugeldasýninguSpurður segist Snæbjörn ekki vera búinn að skipuleggja sérstakt kveðjuhóf til heiðurs Potter þegar síðasta bókin dettur í hús. Þegar síðasta bók kom út átti að vera flugeldasýning á flóanum þegar skipið kom inn með bókina. Yfirvöld bönnuðu það en það verður örugglega gert eitthvað til hátíðarbrigða, segir hann. Bókin kemur út á ensku fyrst og við fáum ekki handritið fyrr en bókin er komin út. Hátíðarhöldin verða fyrst og fremst þegar enska bókin kemur út. Lykill Salómons væntanlegHarry Potter er ekki eini gullkálfur Bjarts því bókaforlagið gefur einnig út bækur Dan Brown, höfundar Da Vinci-lykilsins. Ný bók frá honum, Lykill Salómons, er væntanleg um áramótin. Hann er ekki búinn að skila handriti að bókinni en það liggur í loftinu að það verði um áramótin. Hann ætlaði að skila henni í sumar en það hefur dregist, segir Snæbjörn.

freyr@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×