Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál 18. júní 2006 07:30 Lára Eiríksdóttir ræstitæknir Kveðst mjög ánægð með uppbygginguna á Austurlandi. Hún þakkar Kárahnjúkavirkjun hversu hröð uppbyggingin hefur verið. Mynd/Helgi Garðarsson. Lára Eiríksdóttir á Eskifirði byrjaði að þrífa í fyrirtækjum á kvöldin árið 2003, en í dag hefur fyrirtæki hennar 21 starfsmann á launaskrá, þar af fjórtán í fastri vinnu. "Ég var að vinna við þrif í rækjuverksmiðjunni þegar henni var lokað, og þá vantaði mig aukavinnu með vinnu minni í byggingavöruverslun. Til að byrja með var ég bara ein að vinna á kvöldin og næturnar en fljótlega var orðið svo mikið að gera að ég hætti í aðalvinnunni og vann eingöngu við þrifin. Svo hélt þetta bara áfram að stækka eftir það," segir Lára. "Þegar ég byrjaði datt mér ekki í hug að þetta yrði svona núna, þetta gerist svo rosalega hratt að maður áttar sig ekkert á því. Það liggur við að fjöldinn á launaskrá aukist í hverjum mánuði." Lára segir að þakka megi Kárahnjúkavirkjun þessa velgengni að vissu leyti en það sé nú ekki aðalástæðan. "Ég hefði ekki getað gert þetta án þess að hafa frábært starfsfólk. Það er alveg númer eitt." Í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar hefur atvinnulífið í bæjarfélögunum víða á Austurlandi vaxið og dafnað. Þar sem áður var atvinnuleysi og lokanir er nú fjöldi nýrra fyrirtækja og atvinnutækifæri á hverju strái. Sú bjartsýni sem fylgir uppganginum kemur einnig fram í aukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Á Eskifirði hélt fyrirtækið Eddu-Borgir opinn fund nýlega til að kynna áform sín um byggingu þriggja íbúðablokka á Eskifirði. Reiknað er með að blokkirnar taki fimmtán mánuði í byggingu. Tvær fyrstu blokkirnar sem byggðar verða eru með átján íbúðum hvor en sú þriðja verður með 23 íbúðum. Íbúðirnar verða á stærðarbilinu 65 til 114 fermetrar. Guðmundur Bjarnason, bæjarstóri í Fjarðabyggð, segir að fólk á Austurlandi brosi út að eyrum þessa dagana. "Það er verið að byggja í öllum byggðakjörnunum hérna. Menn búast líka við mikilli fólksfjölgun á næstunni því byrjað er að ráða í störf hjá álverinu." Guðmundur hefur það eftir eigendum fasteignasala í Fjarðabyggð og á Egilstöðum að þeir finni mjög fyrir auknum áhuga á íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. "Þetta eru spennandi tímar hjá okkur og búið að leggja í gríðarlegar fjárfestingar. Það er búið að stækka alla grunnskólana og byggja við leikskólana, komin ný sundlaug á Eskifirði og við erum að opna íþróttahöll á Reyðarfirði." Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Lára Eiríksdóttir á Eskifirði byrjaði að þrífa í fyrirtækjum á kvöldin árið 2003, en í dag hefur fyrirtæki hennar 21 starfsmann á launaskrá, þar af fjórtán í fastri vinnu. "Ég var að vinna við þrif í rækjuverksmiðjunni þegar henni var lokað, og þá vantaði mig aukavinnu með vinnu minni í byggingavöruverslun. Til að byrja með var ég bara ein að vinna á kvöldin og næturnar en fljótlega var orðið svo mikið að gera að ég hætti í aðalvinnunni og vann eingöngu við þrifin. Svo hélt þetta bara áfram að stækka eftir það," segir Lára. "Þegar ég byrjaði datt mér ekki í hug að þetta yrði svona núna, þetta gerist svo rosalega hratt að maður áttar sig ekkert á því. Það liggur við að fjöldinn á launaskrá aukist í hverjum mánuði." Lára segir að þakka megi Kárahnjúkavirkjun þessa velgengni að vissu leyti en það sé nú ekki aðalástæðan. "Ég hefði ekki getað gert þetta án þess að hafa frábært starfsfólk. Það er alveg númer eitt." Í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar hefur atvinnulífið í bæjarfélögunum víða á Austurlandi vaxið og dafnað. Þar sem áður var atvinnuleysi og lokanir er nú fjöldi nýrra fyrirtækja og atvinnutækifæri á hverju strái. Sú bjartsýni sem fylgir uppganginum kemur einnig fram í aukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Á Eskifirði hélt fyrirtækið Eddu-Borgir opinn fund nýlega til að kynna áform sín um byggingu þriggja íbúðablokka á Eskifirði. Reiknað er með að blokkirnar taki fimmtán mánuði í byggingu. Tvær fyrstu blokkirnar sem byggðar verða eru með átján íbúðum hvor en sú þriðja verður með 23 íbúðum. Íbúðirnar verða á stærðarbilinu 65 til 114 fermetrar. Guðmundur Bjarnason, bæjarstóri í Fjarðabyggð, segir að fólk á Austurlandi brosi út að eyrum þessa dagana. "Það er verið að byggja í öllum byggðakjörnunum hérna. Menn búast líka við mikilli fólksfjölgun á næstunni því byrjað er að ráða í störf hjá álverinu." Guðmundur hefur það eftir eigendum fasteignasala í Fjarðabyggð og á Egilstöðum að þeir finni mjög fyrir auknum áhuga á íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. "Þetta eru spennandi tímar hjá okkur og búið að leggja í gríðarlegar fjárfestingar. Það er búið að stækka alla grunnskólana og byggja við leikskólana, komin ný sundlaug á Eskifirði og við erum að opna íþróttahöll á Reyðarfirði."
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira