Lífið

Í Sviss með Zutons

ampop Hljómsveitin Ampop hitaði nýverið upp fyrir ensku hljómsveitina The Zutons.
ampop Hljómsveitin Ampop hitaði nýverið upp fyrir ensku hljómsveitina The Zutons.

Hljómsveitin Ampop er nýkomin heim úr tónleikaferðalagi þar sem hún hitaði meðal annars upp fyrir ensku sveitina The Zutons á tvennum tónleikum í Sviss.

Ennig hélt Ampop útgáfutónleika á staðnum Le Divian Du Monde í París í tilefni þess að platan My Delusions kemur út þar í landi í næstu viku.

Útgáfutónleikarnir í París gengu vel að sögn Jóns Geirs, trommuleikara sveitarinnar. Þetta voru reyndar svolítið skrítnir tónleikar því þegar við komum á staðinn komumst við að því að staðarhaldarar áttu í lagadeilum við nágrannana. Þannig að það var risastór desibilamælir í húsinu sem mátti ekki fara yfir 92. Þetta var dálítil áskorun að skila öllu frá sér rétt og halda samt aftur af sér, segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.