Sport

Öruggur sigur Dougherty í Asíu

Englendingurinn Nick Dougherty tryggði sér í dag sigur á Caltex Masters mótinu í golfi sem fram fór í Singapore. Mótið er sameiginlegur liður í asísku og evrópsku mótaröðunum. Yfirburðir þessa 22 ára gamla kylfings voru talsverðir, hann lék á 5 undir pari í dag eða á 67 höggum og lauk keppni með 5 högga forystu á Skotann Colin Montgomerie sem varð annar á 13 undir pari eins og Hollendingurinn Maarten Lafeber. Daninn, Thomas Björn, varð fjórði á 11 höggum undir pari en hann lék lokahringinn í dag á parinu. Dougherty sem varð fjórði á opna suður afríska mótinu fyrir viku, náði forystunni í Singapore á 15. holu á öðrum hring þegar hann fékk örn og var forystan nánast aldrei í hættu eftir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×