Innlent

Skipin nálgast land

Varðskipin Týr og Ægir eru nú aftur lögð af stað með Dettifoss í togi eftir að hafa haldið sjó fyrir austan land í sólarhring vegna veðurs. Tæpir tveir sólarhringar eru liðnir frá því stýrisblað Dettifoss brotnaði í tvennt. Björgunaraðgerðir hafa gengið treglega enda hefur haugasjór og vonskuveður hamlað aðgerðum. Taugin yfir í Dettifoss hefur tvisvar sinnum slitnað en nú hafa bæði varðskipin lagst á eitt og draga Dettifoss áfram fyrir sameiginlegu vélarafli. Ekki veitir af þar sem Dettifoss er stærsta skip Eimskipafélagsins, ríflega fjórtán þúsund rúmlestir. Veður hefur heldur gengið niður nú síðdegis og vonir standa til að hægt verði að koma með Dettifoss til hafnar síðla kvölds eða í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×