Kjarabætur stóðu ekki til 24. janúar 2005 00:01 Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Tilgangurinn með lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna var ekki að bæta kjör fyrrverandi stjórnmálamanna sem gegna föstum störfum hjá ríkinu. Þetta segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vegna umræðu um sjö fyrrverandi ráðherra sem fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögunum, sem voru samþykkt í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. "Breytingarnar sem voru gerðar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðuformannanna og gera stjórnmálamönnum kleift að hætta fyrr," segir Halldór. "Mönnum sást einfaldega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar." Halldór telur líklegt að lagabreytingu þurfi til. Hann minnir á að samstaða hafi verið um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna að leggja málið fram á sínum tíma og segist vonast til að samstaða náist um málið á Alþingi. "Ég tel eðlilegt að málið verði rætt innan þingsins og samstaða náist um það í viðkomandi þingnefnd og það verði síðan lagt fram í nafni hennar." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja breyta lögunum þannig að stjórnmálamenn geti ekki þegið eftirlaun hjá ríki og jafnframt verið í vinnu annars staðar. "Annað er fráleitt og það voru mistök að hafa ekki búið svo um hnútana á sínum tíma að tryggt væri að stjórnmálamenn gætu ekki þegið tvenn eftirlaun hjá ríkinu:" Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir tillögur Halldórs Ásgrímssonar kattarþvott. "Það er ein leið fær í þessu máli og hún er að afnema þessi lög og setja þingmenn og ráðherra inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það er góður sjóður og meira en boðlegur öllum þeim sem starfa hér á vinnumarkaði, þar á meðal þingmönnum og ráðherrum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira