Innlent

Gígarnir í Eyjum skemmdir

Unnar hafa verið skemmdir á gosgígunum í Vestmannaeyjum með skurðgröfu. Gígarnir mynduðust í gosinu árið 1973 og eru á náttúruminjaskrá. Ráðist var í þessar óvæntu framkvæmdir á 31 árs afmæli gossins. Hitaveita Suðurnesja fékk leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að lagfæra vegaslóða á gígasvæðinu svo hægt yrði að koma stórum vinnuvélum eftir honum. Það fór hins vegar ekki betur en svo að farið var í gígaröðina með skurðgröfu og bein lína tekin. Svæðið er á náttúruminjaskrá og þykir æði kaldhæðið að nú um helgina þegar skemmdirnar voru unnar var nákvæmlega 31 ár frá gosinu í Eyjum. Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs í Vestmanneyjum, skoðaði vegsummerki í dag. Hann segir framkvæmdirnar hvorki gerðar með vilja né samþykki sveitarstjórninnar og vonast til að hægt verði að lagfæra skemmdirnar. Að sögn Frosta verður gerð sú krafa að Hitaveitan lagfæri spjöllin. Hann skeðst ekki vita neina aðra skýringu á þessu en þá að um misskilning hafi verið að ræða á milli verktakans og verkkaupanda. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×