Innlent

Atvinnuleyfin gefin út í dag

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, býst við að í dag liggi fyrir niðurstaða í vinnu ráðuneytisstjóranefndarinnar og í framhaldi af því verði gefin út atvinnuleyfi fyrir hóp erlendra verkamanna til starfa hjá Impregilo. Ekki er enn ljóst nákvæmlega fyrir hversu marga. Sótt hefur verið um atvinnuleyfi fyrir hátt á þriðja hundrað manns. Í sumum tilfellum vantar ennþá starfsréttindavottorð og því er ljóst að ekki verða gefin út atvinnuleyfi fyrir allan hópinn. Á morgun skýrist hversu margir fá leyfi. Um 130 umsóknir hafa borist Impregilo frá fólki á Evrópska efnahagssvæðinu. Á næstunni verður vinnuaflsþörfin metin og farið yfir þær umsóknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×