Innlent

Flugfært til Bandaríkjanna

Flugvél Icelandair lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún flutti og sótti farþega sem áttu pantað flug milli landanna á sunnudag en því hafði verið aflýst vegna óveðurs. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir röskunina hafa haft áhrif á um 120 farþega beggja vegna Atlantshafsins. Margt fólk millilendi hér á leið til Bandaríkjanna. Það hafi gist á hótelum: "Við sendum út stærstu vélina okkar sem tekur rúmlega 220 farþega, þannig að við ættum að ná að taka langflesta með okkur heim."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×