Lífið

Kylie horfir enn á aðra karlmenn

Kylie Minogue segist enn horfa á aðra karlmenn þó hún sé í sambandi með franska leikaranum Olivier Martinez. Poppstjarnan sem er orðin 36 ára gömul var spurð í Ástralska útvarpinu hvort hún kíkti enn á aðra menn. "Ef maður gengur framhjá mér get ég ekki annað en tekið eftir honum þó það fari ekkert lengra en það. Þegar eitthvað nær athygli þinni þó þú sért að horfa annað þá ertu ekki beinlínis að horfa á það," sagði hún og hló. Kylie sagði einnig í viðtalinu að hún hefði eytt hátíðunum í fríi með "Ollie" í París og hefði flogið heim rétt eftir áramót til þess að eyða tíma með fjölskyldunni. "Ég hef eytt talsverðum tíma í París síðustu mánuði og við Ollie fórum í ferðalag með vinum hans. Ég neyddist til þess að tala frönsku. Þau hrósuðu mér í lok ferðarinnar og sögðu að franskan mín færi batnandi." Kylie segist líka vel í París vegna þess að "það skipti ekki máli hvar maður sé í París, það er alltaf rómantískt og fallegt."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.