Erlent

Vara við nýjum byssulögum

Samtök gegn skotvopnum hafa gripið til þess ráðs að vara allt aðkomufólk á Flórída við nýjum byssulögum sem tóku þar gildi um helgina. Samkvæmt lögunum, sem nefnast „Stand your ground“, má fólk verja sig hvar sem er með skotvopnum ef því er ógnað, án þess að reyna fyrst að flýja eða nota aðrar leiðir. Hingað til hefur þurft mjög ríka ástæðu til að beita skotvopnum í sjálfsvörn annars staðar en á eigin heimili. Nú eru allir ferðamenn sem koma á alþjóða flugvöllinn í Miami varaðir við nýju lögunum og þar með hugsanlegum afleiðingum þess að ógna heimamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×