Innlent

Ísland toppar í tækninni

Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel. Ísland stendur öðrum Norðurlandaþjóðum framar. Finnland skipar þriðja sæti, Danmörk fjórða og Svíþjóð það sjötta. Noregur er í þrettánda sæti í árlegri skýrslu ráðsins. Singapúr er efst á listanum í ár en var í öðru sæti í fyrra. Bandaríkin missa toppsætið og falla í það fimmta. Þrjú neðstu löndin á listanum eru Afríkuríkin Chad og Eþíópía. Milli þeirra er hið mið-ameríska Níkaragúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×