Innlent

Fimmtungur í útsvar

Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði. Það var fyrrum forstjóri Slippstöðarinnar á Akureyri, Ingi Björnsson, sem reiknaði þetta út og hefur tölunum ekki verið mótmælt. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins, segir að ekki sé leyfilegt að taka tillit til þessa þegar verið sé að reikna út tilboð. Hins vegar séu þetta áhugarverðar upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×