Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir 16. mars 2005 00:01 Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira