Verkjameðferð að lognast út af 6. mars 2005 00:01 Þverfagleg verkjameðferð á Landspítala er að lognast út af vegna fjárskorts. Sérfræðingur í hjúkrun verkjasjúklinga telur ástandið ekki boðlegt lengur og hefur í bréfi til yfirstjórnar spítalans óskað eftir því að þjónustan verði formlega lögð af. Öll höfum við fundið fyrir verkjum, mismiklum eins og gengur, hvort sem það er tannpína eða bakverkur. Raunar er talið að þriðjungur Íslendinga á hverjum tíma þjáist af verkjum. En til er hópur fólks sem býr við stöðuga og mikla verki. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir segir að sumir þeirra glími við mjög flókinn heilsufarsvanda, þeir séu orðnir öryrkjar og hafi dottið út af vinnumarkaði og séu félagslega einangraðir og þunglyndir. Anna Gyða er sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki. Fyrir átta árum var hún ráðin sem starfsmaður verkjateymis Landspítalans en þar starfaði saman hópur heilbrigðisstarfsmanna við að bæta þjónustu við þennan sjúklingahóp. Anna Gyða segir að oft hafi hópurinn getað veitt góða meðferð en nú sé búið að leggja þá þjónustu niður að miklu leyti, m.a. vegna þess að margir í teyminu hafi hætt störfum hjá spítalanum eða séu komnir í önnur verkefni. Hún og afgangurin af teyminu hafi sent yfirstjórn spítalans bréf þess efnis að þau vilji ekki taka þátt í að veita jafnslaka þjónustu og raunin sé nú. Fyrir tveimur árum markaði sjúkrahúsið þá stefnu að koma á fót verkjamiðstöð. Ekkert hefur orðið úr þeim áformum. Anna Gyða segir að viljinn sé fyrir hendi en það virðist ekki vera til fé til að gera vissa hluti innan spítalans. Hún telji að þjónusta við þá sem glími við langvinn vandamál sé ekki góð. Fólk sem þjáist af verkjum verði þannig út undan. Anna Gyða segir að ofuráhersla sé lögð á þjónustu við bráðveika, bæði í þjóðfélaginu og á spítalanum, og það sé fínt. Hins vegar þurfi líka að sinna þeim langveiku og henni finnist sem allir skilgreini sig frá vanda langveikra. Fyrir þetta líði hópur verkjasjúklinga úti í samfélaginu. Lífsskilyrði sumra séu ömurleg en hún sé viss um að ýmislegt sé hægt að gera til að bæta þau. Í bréfi sínu, sem stílað er á hjúkrunarforstjóra Landspítalans, segist Anna Gyða Gunnlaugsdóttir ekki geta varið ástandið lengur en minnir á að verkjastilling teljist nú orðið til mannréttinda. Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Þverfagleg verkjameðferð á Landspítala er að lognast út af vegna fjárskorts. Sérfræðingur í hjúkrun verkjasjúklinga telur ástandið ekki boðlegt lengur og hefur í bréfi til yfirstjórnar spítalans óskað eftir því að þjónustan verði formlega lögð af. Öll höfum við fundið fyrir verkjum, mismiklum eins og gengur, hvort sem það er tannpína eða bakverkur. Raunar er talið að þriðjungur Íslendinga á hverjum tíma þjáist af verkjum. En til er hópur fólks sem býr við stöðuga og mikla verki. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir segir að sumir þeirra glími við mjög flókinn heilsufarsvanda, þeir séu orðnir öryrkjar og hafi dottið út af vinnumarkaði og séu félagslega einangraðir og þunglyndir. Anna Gyða er sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki. Fyrir átta árum var hún ráðin sem starfsmaður verkjateymis Landspítalans en þar starfaði saman hópur heilbrigðisstarfsmanna við að bæta þjónustu við þennan sjúklingahóp. Anna Gyða segir að oft hafi hópurinn getað veitt góða meðferð en nú sé búið að leggja þá þjónustu niður að miklu leyti, m.a. vegna þess að margir í teyminu hafi hætt störfum hjá spítalanum eða séu komnir í önnur verkefni. Hún og afgangurin af teyminu hafi sent yfirstjórn spítalans bréf þess efnis að þau vilji ekki taka þátt í að veita jafnslaka þjónustu og raunin sé nú. Fyrir tveimur árum markaði sjúkrahúsið þá stefnu að koma á fót verkjamiðstöð. Ekkert hefur orðið úr þeim áformum. Anna Gyða segir að viljinn sé fyrir hendi en það virðist ekki vera til fé til að gera vissa hluti innan spítalans. Hún telji að þjónusta við þá sem glími við langvinn vandamál sé ekki góð. Fólk sem þjáist af verkjum verði þannig út undan. Anna Gyða segir að ofuráhersla sé lögð á þjónustu við bráðveika, bæði í þjóðfélaginu og á spítalanum, og það sé fínt. Hins vegar þurfi líka að sinna þeim langveiku og henni finnist sem allir skilgreini sig frá vanda langveikra. Fyrir þetta líði hópur verkjasjúklinga úti í samfélaginu. Lífsskilyrði sumra séu ömurleg en hún sé viss um að ýmislegt sé hægt að gera til að bæta þau. Í bréfi sínu, sem stílað er á hjúkrunarforstjóra Landspítalans, segist Anna Gyða Gunnlaugsdóttir ekki geta varið ástandið lengur en minnir á að verkjastilling teljist nú orðið til mannréttinda.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira