Erlent

Dómsmálanefnd staðfestir Roberts

Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu George Bush Bandaríkjaforseta um að John Roberts verði næsti forseti Hæstaréttar. Verður tilnefningin send öldungadeildinni til staðfestingar. Reiknað er með að það verði í næstu viku og þar sem repúblikanar eru í meirihluta í deildinni er talið líklegt að tilnefning hans verði einnig staðfest þar. Roberts gæti því hugsanlegt tekið sæti í Hæstarétti áður en nýtt starfsár hefst 3. október. Roberts, sem er fimmtugur, verður yngsti maður til að gegna embætti forseta Hæstaréttar í tvær aldir ef hann hlýtur náð fyrir augum öldungadeildarinnar en hann tekur við að William H. Renquist sem lést fyrir skömmu. Þá á George Bush eftir að tilnefna annan dómara í Hæstarétt í stað Söndru Day O´Connor sem hætti fyrr á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×