Lífið

Nýtt lag með Nylon flutt á morgun

Nýtt lag frá stúlknasveitinni Nylon verður frumflutt á FM957 á morgun, en það er að finna á nýrri hljómplötu sveitarinnar sem væntanleg er í verslanir í nóvember. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Concert, umboðsfyrirtæki Nylon, hefur platan verið í vinnslu frá því í vor og mun hún innihalda 12 lög. Flest þeirra eru ný en tvö endurunnin, Dans, dans, dans og Einskonar ást. Meðal höfunda á plötunni eru Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Magnús Eiríksson, Friðrik Karlsson, Óskar Páll Sveinsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Alma Guðmundsdóttir úr Nylon.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.