Lífið

List án landamæra í Iðnó

Mikið fjör var við opnun Listahátíðar fatlaðra og ófatlaðra í Iðnó í dag þar sem boðið var upp á tónlitstaratriði og upplestur, þar á meðal M&M-dúettinn. Þorvaldur Þorsteinsson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, setti hátíðina í dag en hún nefnist List án landamæra og mun standa næstu vikuna. Skúli Steinar Pétursson og Einar Kárason rithöfundur lásu upp úr verkum sínum fyrir áhorfendur. Einar las fyrsta kaflann úr Kiljansfólkinu en Stefán las sögu sína Fisían sem fjallar um leit James Bond að Britney Spears á Kanaríeyjum. Þá kom Bogomil Font fram með M&M-dúettnum og tóku þeir nokkur lög saman eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Aðspurðir hvort þeir séu vanir að koma fram fyrir áhorfendur segir Magnús Korntop að þeir hafi ekki spilað í tvö og því hafi verið smáskjálfti í þeim til að byrja með. Skjálftinn hverfi svo með aukinni spilamennsku. Magnús Sigurðsson, sem leikur á gítar, er lagasmiðurinn í dúettnum og hefur hann gert geisladisk sem hann gaf vinum og ættingjum í jólagjöf. En hvað varð til þess að hann fór að semja tónlist? Magnús segir að móðir hans hafi ýtt honum út í það, en hann hafi aldrei ætlað sér að læra á gítar. Næstu tónleikar þeirra Magnúsar og Magnúsar verða í Hinu húsinu þann 25.maí næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.